Hleð inn...

Framtíðin - frá óvissu til árangurs

VNR: B001


Frítt niðurhal

Til á lager

Hversu fær ertu um að lesa rétt í framtíðina? Bókin Framtíðin - frá óvissu til árangurs gefur heildstæða mynd af stefnumótunaraðferðum sem notaðar eru til að horfa til framtíðar og auka þannig víðsýni og öryggi við ákvarðanir á sviði stjórnunar. Bókin er ómissandi fyrir alla sem vilja fylgjast með því nýjasta á sviði stjórnunar, stefnumótunar og framtíðarfræða.

Flettibókina má nálgast hér

Bókin fjallar um nýja hugsun og aðferðir við að meta valkosti og móta stefnu fyrir framtíðina. Höfundar hafa hér tekið saman efni sem ætti að skipa veglegan sess hjá stjórnendum fyrirtækja og stofnana, stjórnmálamönnum, háskólanemum og öllum þeim sem takast á við tækifæri og ógnanir framtíðarinnar. Bókin gefur gott yfirlit yfir þau viðhorf sem ríkjandi eru á sviði framtíðarfræða og helstu aðferðir sem beitt er á þeim vettvangi. Jafnframt útskýra höfundar ítarlega notkun og framkvæmd einnar aðferðarinnar, sviðsmynda.

Höfundar bókarinnar eru Eiríkur Ingólfsson hagfræðingur, Karl Friðriksson framkvæmdastjóri Mannauðs- og markaðsstofu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Sævar Kristinsson framkvæmdastjóri Netspors ehf.

Höfundar: Eiríkur Ingólfsson, Karl Friðriksson, Sævar Kristinsson

Útgáfuár: 2007´

Blaðsíðutal: 148 síður

Efnisorð: Sviðsmyndir, stefnumótun, stjórnun, framtíðarfræði, framtíð

Karfa er tóm   Karfa er tóm