Hleð inn...

Plast

VNR: B002


Verð: 5011 kr.

Til á lager

Við lifum í plastheimi. Þótt ekki sé liðin hálf öld síðan plastnotkun fór að aukast fyrir alvöru, þá stefnir plast hratt í að verða ráðandi í efnisnotkun heimsins. Flestallir hlutir í umhverfi okkar eru úr plasti eða húðaðir með plasti. Með vaxandi neyslu verður áherslan á umhverfismál og endurvinnslu stöðugt vaxandi og til að geta tekið þátt í henni er nauðsynlegt að þekkja til uppbyggingar og eiginleika plastefna.

Hér er um að ræða fjórðu útgáfu á bókinni Plast. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 1996 en endurbætur hafa verið gerðar við sérhverja síðari útgáfu, 2001, 2007 og 2013. Bókin hefur vaxið í tímanna rás og er nú 240 síður.

Bókin Plast er nauðsynleg lesning og handbók fyrir bæði forstjóra og millistjórnendur í íslenskum plastiðnaði. Bókin er einnig hugsuð sem kennslubók fyrir þá sem læra efnisfræði í háskóla, tækniskóla eða iðnskóla. Hún er skrifuð á einföldu máli þannig að allir sem áhuga hafa ættu að geta tileinkað sér þann fróðleik sem hún inniheldur.

Markmið með útgáfu bókarinnar Plast er að gera plastefnum, plastvörum og framleiðsluaðferðum skil þannig að hún nýtist jafnt fyrirtækjum og menntakerfinu til þekkingaruppbyggingar á þessu sviði.

Í bókinni er meðal annars fjallað um:

  • umhverfisáhrif
  • uppbyggingu
  • efniseiginleika
  • framleiðsluferli
  • hitadeigt plast
  • hitafast plast
  • trefjastyrkt plast
  • aukefni í plasti
  • hönnun
  • prófanir á plasti

 

Páll Árnason er fagstjóri efnistækni hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Hann hefur víðtæka reynslu í tækniþróun á sviði plastefna, plastvöru og framleiðslu.

Páll hefur tekið þátt í innlendum og alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum í yfir tuttugu ár, sem flest hafa tengst notkun plasts með einum eða öðrum hætti. Hann hefur jafnframt verið ráðgjafi margra íslenskra fyrirtækja við efnisval, vöruþróun, framleiðslu, prófanir og innkaup á vörum úr plasti.

Höfundur: Páll Árnason

Útgáfuár: 2013

Blaðsíðutal: 240 síður

Efnisorð: Plast, hönnun 

Karfa er tóm   Karfa er tóm