Byggingarúrgangur er að magni til stærsti einstaki flokkur úrgangs sem fellur til á byggðu bóli. Handbókin fjallar m.a um stjórnun og meðhöndlun byggingarúrgangs. Útskýrðir eru ýmsir möguleikar við úrgangsstjórnun og meðhöndlun við hinar ýmsu gerðir úrgangs sem falla til við uppgröft, niðurrif og nýbyggingar. Og loks er skýrt frá leiðum við að minnka og meðhöndla bygginarúrgang.
Höfundur: Kristján Karlsson og fleiri
Útgáfuár: 2004
Efnisorð: Byggingariðnaður, sorp, sorpeyðing, byggingartæknifræði